Skráning hafin fyrir æfingar félagsmanna 20.feb-19.mars

Skráning er hafin í æfingar fyrir GA félaga sem fram fara á tímabilinu 20.febrúar til 19.mars.

Æfingarnar fara fram í inniaðstöðu GA sem er í kjallara íþróttahallarinnar. Farið verður yfir alla helstu þætti leiksins og þið fáið æfingar sem þið getið svo notað áfram til þess að viðhalda og bæta ykkar leik.

Æfingar eru á þriðjudögum kl.17:10-18:00 og kl.18:05-18:55. 

Hópunum er skipt eftir forgjöf, 20 og lægra og 21-40 í forgjöf og er verðið 12.000kr.

Þjálfarar GA, Heiðar Davíð og Ólafur Auðunn, sjá um æfingarnar. 

Skráning fer fram með því að senda meil á heidar@gagolf.is, þar þarf að koma fram nafn og forgjöf.

kv, þjálfarar GA