Skógarbaðamótið í Trackman hermunum

Í febrúar fer af stað fyrsta Skógarbaðamótið í Trackman golfhermunum okkar.

Mótið er öllum opið sem bóka herma í inniaðstöðunni okkar og kostar ekkert aukalega að taka þátt í mótinu!

Mótið er í gangi allan febrúarmánuð og geta kylfingar tekið þátt eins oft og þeir vilja og telur besti hringurinn í mótinu. Verðlaun fyrir fyrsta sætið er böð og brunch í Skógarböðunum fyrir tvo og eru þau í eftirfarandi flokkum:

  • Karlar höggleikur með forgjöf
  • Konur höggleikur með forgjöf
  • Karlar 70+ höggleikur með forgjöf
  • Opinn flokkur höggleikur án forgjar
    Einnig eru nándarverðlaun og lengsta drive í mótinu - böð fyrir tvo

Til að geta tekið þátt í mótinu þurfa kylfingar að vera með Trackman appið og logga sig inn á það og vera með forgjöf í trackman. Hana fá kylfingar eftir að hafa leikið einn hring á sínum trackman aðgangi. Starfsmenn okkar geta hjálpað kylfingum að ná sér í appið og logga sig inn í mótið ef þeir eru í vandræðum með það.

Völlurinn sem er spilaður er Marcella Championship Course í Utah sem er hannaður af Tiger Woods: https://marcellaclub.com/golf/

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að taka þátt í þessu stórskemmtilega móti.