Skipulagðar æfingar falla niður í vikunni hjá öllum krökkum í GA

Allar skipulagðar æfingar hjá krökkum munu falla niður hjá Golfklúbbi Akureyrar þessa vikuna eftir tilmælum frá Íþróttasambandinu. 

Landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra telur ekki ráðlagt að gera ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn íþrótta- og ungmennafélagi fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi.

Við hjá Golfklúbbi Akureyrar mælumst til þess að farið verði að öllum tilmælum yfirvalda og leggjum við þannig iðkendur ekki í hættu á að smitast af COVID-19 veirunni. Iðkendur eigi fremur að njóta vafans og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vera heilbrigðir.