SKÍ Open 2017

Skíðasamband Íslands stendur fyrir glæsilegu golfmóti þann 23. júlí að Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og verður leikfyrirkomulagið Texas Scramble. Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5.

Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og snjóbrettum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra.

Verðlaun fyrir fimm efstu liðin:
1.sæti - 2x 100.000kr gjafabréf frá Icelandair
2.sæti - 2x 50.000kr gjafabréf frá 66°N
3.sæti - 2x 30.000kr gjafabréf frá 66°N
4.sæti - 2x Dolce Gusto Eclipse kaffivél frá Danól
5.sæti - 2x 15.000kr gjafabréf frá 66°N

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum:
4.braut: Vodafone Ultra 7 sími frá Vodafone
8.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum
11.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum
14.braut: Rosendahl morgunverðarsett og tí frá Landsbankanum
18.braut: Vodafone Ultra 7 sími frá Vodafone

Næstur holu í tveimur höggum:
1.braut: Rosendahl morgunverðarsett og handklæði frá Landsbankanum
10.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum

Næstur holu í þremur höggum:
3.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum
15.braut: Titleist NXT Tour dúsin, handklæði og tí frá Landsbankanum

Útdráttarverðlaun
Einungis viðstödd lið í lok móts eiga möguleika á útdráttarverðlaunum.

Styrktaraðilar mótsins eru Icelandair, 66°N, Danól, Vodefone og Landsbankinn

Skráning í mótið fer fram hér.