Skemmtileg ferð GA kvenna um síðustu helgi

Föngulegur hópur GA kvenna
Föngulegur hópur GA kvenna

Kvennaferð GA 2014 var farin um síðustu helgi.

Að þessu sinni var ferðinni heitið á Hótel Hamar í Borgarnesi og fóru 19 konur galvaskar héðan frá Akureyri.

Lagt var af stað á föstudagsmorgun þann 16 maí. Spilaðar voru 18 holur alla 3 dagana sem ferðin stóð yfir.

Veðrið lék svona nokkurn vegin við okkur. Móttökur og allur aðbúnaður var eins og best var á kostið þó völlurinn hafi verið pínu blautur á köflum.

Stjanað var við okkur alveg hægri, vinstri og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Kvennanefnd GA.