Skápar fyrir golfsett í Klöppum

Ágætu GA félagar.

Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við að fjármagna byggingu skápa fyrir golfsett í kjallaranum á Klöppum með fyrirfram greiðslum frá kylfingum í GA.  (sjá frétt hér að neðan)

Hefur þetta farið vel af stað og erum við komin hálfa leið upp í þær 2,5 milljónir sem kostar að byggja þessa skápa.

Við viljum því hvetja ykkur sem áhuga hafið á því að hjálpa klúbbnum og tryggja ykkur gott skápapláss til þess að hafa samband og skrá ykkur fyrir nýjum skáp!

Þær framkvæmdir sem klúbburinn hefur staðið fyrir í ár hafa verið talsvert miklar og því var tekin sú ákvörðun af stjórn klúbbsins að fara ekki af stað í það að byggja skápana nema að fjármagn til þess væri tryggt.

Við leytum því til ykkar og bjóðum ykkar að leigja skápa í kjallaranum og greiða fyrirfram, annaðhvort til þriggja ára eða fimm ára.

Það verða skápar fyrir ca 260 golfsett í kjallaranum, í dag erum við með ca 200 skápapláss þannig að það verður pláss fyrir talsvert fleiri í Klöppum.

Þeir kylfingar sem eru nú þegar með skápa ganga fyrir þegar kemur að úthlutun skápa í Klöppum en ljóst er að fleiri geta fengið skápa og gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær.

Þeir skápar sem fyrir eru núna í fjósinu og turnunum verða áfram til staðar en gámarnir tveir munu verða seldir fljótlega.

Það verða þrjár tegundir af skápum í boði, skápar fyrir eitt golfsett, skápar fyrir tvö golfsett og skápar fyrir rafmagnskerrur þar sem hægt verður að keyra kerrurnar beint inn í skápana og ekki þarf að taka golfsettið af kerrunni.

Ákveðið var að hafa talsverðan fjölda af tveggja setta skápum til þess að koma fleirum fyrir.  Þetta eru tilvaldir skápar fyrir t.d. hjón, feðgin, mæðgin eða einfaldlega bara vini sem vilja deila saman skáp :)

Hér að neðan má sjá fyrirhugaða verðskrá:

—Einstaklingsskápar:
—9.500 kr.   10.500 kr með rafmagni
 
—Tveggja setta skápar:
—17.900 kr.    19.900 kr með rafmagni
 
—Skápar fyrir rafmagnskerrur (hægt að keyra þær inn í skápana)
—19.900 kr.
 
 
Hér er svo kostnaðurinn við það að leigja þá til þriggja eða fimm ára
 

Skápategund

Leiguverð 3 ár

Leiguverð 5 ár

Einstaklingsskápur

28.500 krónur

47.500 krónur

Tveggja setta skápur

53.700 krónur

89.500 krónur

Rafmagnskerruskápur

59.700 krónur

99.500 krónur.