Skápamál - nýjar fréttir!

Nú var Steindór að enda við að númera skápana í fjósinu og turnunum upp á nýtt til að einfalda okkur bókhald um skápana. Skáparnir í vestur-fjósinu eru nú frá 245-279, suður-fjósið frá 280-329, litli turn frá 330-343, turn uppi frá 344-369 og turn niðri frá 370-388.

Því biðjum við þá kylfinga sem eru með skápa í þessum húsnæðum að kanna númer hvað þeirra skápur er og koma upp í afgreiðslu og láta vita ásamt því að skrifa undir skápasamning. 

Þar sem margir hafa fært sig yfir á Klappir eru þó nokkrir skápar sem standa auðir í gömlu byggingunum og langar okkur að fá betri yfirsýn yfir það, þess vegna er þetta gert.

Í lok næstu viku, 9.júní, munum við svo byrja að útdeila þeim skápum sem enginn hefur látið vita að sé í notkun. Ef þið komist ómögulega upp í skála fyrir þann tíma til að gera grein fyrir ykkur og hvar ykkar skápur er biðjum við ykkur um að hafa samband á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-2974.