Skápagjöld á Klöppum fyrir 2020 komin í heimabankann

Kæru GA meðlimir

Nú hafa skápagjöld fyrir árið 2020 verið sett í heimabankann. Þetta eru heilsárskápar í Klöppum sem um ræðir og hvetjum við ykkur að ganga frá þeirri greiðslu sem fyrst - krafan ber ekki vexti eftir eindaga en hvetjum við alla meðlimi til að ganga frá greiðslunni sem fyrst eða gera grein fyrir sínum málum. 

Mikil eftirspurn er eftir skápum í Klöppum og töluverður biðlisti fyrir skápum þannig ef einhverjir ætla ekki að nýta sér þessa frábæru aðstöðu viljum við biðja viðkomandi um að hafa samband á jonheidar@gagolf.is

Kv. Starfsfólk GA