Skápa fréttir

Flottir skáparnir
Flottir skáparnir

Það er aldeilis gangur í skápamálum! Okkar frábæru sjálfboðaliðar hafa unnið eins og hestar síðustu daga. Það má búast við að þeir verði klárir í mars. Þeir sem pöntuðu sér skáp og greiddu fyrirfram 3-5 ár fá að velja sér skáp í lok mars eða í byrjun apríl. Það verða síðan fullt af lausum skápum sem fólk getur valið sér þ.e.a.s þeir sem pöntuðu ekki fyrirfram.

Gömlu skáparnir í fjósinu og turninum verða eitthvað áfram en þeir sem eru í gámunum þurfa að öllum líkindum að færa sig í Klappir. Að sjálfsögðu mega þeir sem eru með skáp í fjósinu og turninum færa sig í Klappir fyrir sumarið.

Kær kveðja Heimir Örn