Sjálfboðaliðar óskast fyrir Hjóna og paramótið

Nú fer að styttast í þéttbókaðasta mót ársins hjá okkur í GA, eða hjóna og paramótið, sem fer fram 10.-11. ágúst. Umfangið í kring um mótið er skiljanlega mikið og leitum við því aðstoðar sjálfboðaliða til að hjálpa okkur við ræsingu, við að taka vaktir í tjöldunum og að forecaddya. Flott veðurspá er fyrir helgina, svo það er um að gera að koma og sleikja sólina og fylgjast með frábærum tilþrifum á vellinum.

Margt smátt gerir eitt stórt og við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum um helgina að hjálpa til við þetta skemmtilega mót. Senda skal póst á jonheidar@gagolf.is, hringja í síma 823-8750 eða mæta á skrifstofuna á vellinum til að skrá sig sem sjálfboðaliða.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!