Sjálfboðaliðar óskast á Arctic Open 2019

Kæru félagar,

Við hjá GA munum halda eitt af stærstu mótum sumarsins í næstu viku þar sem við bjóðum velkomið fólk allsstaðar að úr heiminum á Arctic Open. Að baki svona stórmóti eru margar klst. af vinnu og munar okkur um alla þá sem sjá sér fært að aðstoða okkur við undirbúning og framkvæmd þessa móts.

Helst vantar þó karla og konur í kakótjöldin frægu sem halda uppi stuðinu á meðan á móti stendur.  Einnig vantar forkaddý á blindholurnar okkar til að aðstoða kylfinga að finna boltana sína fyrr og halda þannig uppi leikhraða í mótinu. 

Margar hendur vinna létt verk og viljum við endilega fá sem flesta GA félaga til að hjálpa okkur með þetta skemmtilega mót :) 

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Jón Heiðar með því að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is