Sjálfboðaliðar óskast á Arctic Open

Nú fer að styttast í eitt skemmtilega mót sumarsins hjá okkur í GA, eða Arctic Open. Frábær skráning hefur verið í mótið og getum við vonandi fengið fleiri sólríka daga og kvöld líkt og undanfarið. Mótið hefst á miðvikudagskvöldið og eru ýmis verkefni sem þarf að manna. Við óskum því eftir að fá öfluga sjálfboðaliða til að aðstoða okkur yfir mótið, frá og með fimmtudeginum 25. júní.

Öll hjálp er vel þegin og þeir sem hafa áhuga mega endilega heyra í okkur í síma 462-2974 eða senda póst á jonheidar@gagolf.is