Silfur hjá öldungasveit GA í efstu deild karla 50+ um helgina

Um helgina fór fram Íslandsmót golfklúbba 50+ víðs vegar um landið og átti GA karlasveit í efstu deild og kvennasveit í 2.deild.

Fór það svo að karlarnir okkar töpuðu úrslitaleiknum á móti GSE 4,5-0,5 og konurnar enduðu í 4. sæti eftir fína baráttu. 

Karlasveitin okkar var skipuð eftirtöldum leikmönnum: Ólafur Gylfason, Kristján Gylfason, Jón Þór Gunnarsson, Guðmundur Sigurjónsson, Torfi Rafn Halldórssn, Konráð Þorsteinsson, Kjartan Fossberg Sigurðsson og Sverrir Þorvaldsson. Strákarnir fóru upp úr sínum riðli í 2. sæti eftir stórsigur á móti sveitum GS og GB en naumt tap fyrir GR í riðlinum. Í undanúrslitum mættu þeir Golfklúbbnum Esju og unnu þá viðureign 3-2 en þurftu svo að sætta sig við silfrið eftir úrslitaleik við GSE. Strákarnir spiluðu flott golf alla helgina en náðu sér ekki á strik í úrslitaleiknum, engu að síður frábær árangur hjá sveitinni okkar og er morgunljós að þeir stefna á gullið að ári liðnu. 

Kvennasveitin okkar var skipuð eftirtöldum leikmönnum: Birgitta Guðjónsdóttir, Eygló Birgisdóttir, Fanný Bjarnadóttir, Guðlaug Óskarsdóttir, Guðrún Steinsdóttir og Hrefna Magnúsdóttir. Þær spiluðu á Hornafirði í 2. deildinni og unnu sinn riðil sannfærandi eftir 2-1 sigra á móti heimakonum, GV og GH. Í undanúrslitum mættu þær síðan sameiginlegri sveit GHD og GFB og töpuðu þar 2-1, þær spiluðu síðan aftur við GV í leik um 3. sætið og töpuðu þar 3-0. Þær sýndu flotta spilamennsku og verður gaman að fylgjast með hvort þær stigi skrefið á næsta ári og tryggji sig upp í efstu deild.