Sigurvegarar úr keppnum helgarinnar og upplýsingar um mótið næstu helgi

Niðurstöður fyrir keppnir sem haldnar voru sunnudaginn 11. febrúar eru eftirfarandi:

Sigurvegarar púttliðakeppninnar eru Guðmundur og Brimar með 29 högg

Sigurvegari einstaklingskeppninnar er Jason með 30 högg

Næstur holu á par 3 braut er Heiðar Davíð með 1,4 m frá holu

Næstur holu í vippkeppni af 57 m færi er Garðar Þormar

Allir vinningar verða afhentir á seinasta móti púttmótaraðarinnar þann 18. mars

Við óskum öllum sigurvegurum innilega til hamingju og GA unglingar þakka þeim sem tóku þátt í fjáröfluninni.

Einnig minnum við á næsta mót í púttmótaröðinni á sunnudaginn kemur kl. 11 og í tilefni af konudeginum verður vöfflukaffi til styrktar GA unglingum.