Sigursælir Akureyringar fyrr og nú..............

Útsýni frá Golfvellinum
Útsýni frá Golfvellinum
Eftirfarandi tekið upp af www.golf.is af heimasvæði LEK.

Eftirfarandi tekið upp af www.golf.is af heimasvæði LEK þar sem Helgi Daníelsson skrifar:

Úr Kylfingi, sem kom út í nóv. 1983. Það er GR sem gefur blaðið út. Þar er frásögn af Íslandsmótinu í golfi árið 1961, sem fram fór á Akureyri. Keppendur í mótinu voru 47 talsins frá Akureyri, Reykjavík og Vestmannaeyjum og aðeins karlar tóku þátt í mótinu. Af þessum 47 keppendum voru aðeins 6 í flokki eldri kylfinga. Það má geta að Akureyringar hirtu öll verðlaunin í mótinu. Gunnar Sólnes vann í meistaraflokki, Bragi Hjartarson í 1. flokki, Sævar Gunnarsson í 2. flokki og í flokki eldri kylfinga sigraði Hafliði Guðmundsson með og án forgjafar. Í flokki eldri kylfinga voru aðeins leiknar 18 holur, Þá voru leiknar 72 holur í meistara og 1. flokki, en 36 í 2. flokki.

Sigursælir Akureyringar fyrr og nú...........