Þá hefur golfvellinum á Siglufirði verið lokað fyrir veturinn.
Sumarið á Sigló var gott og var völlurinn í mun betra standi en árið á undan þar sem við þurftum að kljást við eftirmála erfiðs veturs.
Völlurinn opnaði 9. júní í ár miðað við 15. júní 2024 og voru síðustu hringir ársins spilaðir núna á sunnudaginn, 19. október en 28. september í fyrra. Tímabilið var því 27 dögum lengra en árið á undan eða rétt tæpum mánuði.
Alls voru spilaðir 3.024 hringir á vellinum í sumar samanborið við 2.432 hringi árið á undan.
Við þökkum öllum meðlimum GKS kærlega fyrir sumarið og hlökkum til næsta árs með ykkur. Ljóst er að völlurinn á Siglufirði er algjör paradís og einn fallegasti 9 holu golfvöllur landsins.
Hlökkum til að taka á móti kylfingum næsta sumar og gera enn betur.