Síðasti séns á mátunartilboði af GA fötum á sunnudag

GA merktu mátunarfötin eru í golfbúðinni fram á sunnudaginn næsta, 22. maí. 

Það eru síðustu forvöð að máta núna í vikunni en pöntun verður lögð inn á mánudaginn næsta.

Með því að panta fötin á þessum mátunardögum fæst góður afsláttur af fötunum og mælum við því hiklaust með því að sem flestir nýti sér þetta.