Síðasta þriðjudagsmót GA og Greifans á morgun, 27. ágúst

Við hvetjum alla GA félaga sem hafa tök á að taka þátt í Þriðjudagsmóti GA og Greifans á morgun en um er að ræða síðasta mótið í sumar. 

Mótið er það fimmtánda í sumar og þökkum við Greifanum fyrir frábært samstarf í mótunum í ár. 

Eins og vanalega kostar einungis 1.000kr í mótið og þarf það að greiðast á skrifstofu GA fyrir hring.