Síðasta kvennaspil sumarsins

Þá er komið að síðasta kvennaspilinu í sumar. Það verður mánudaginn 12. ágúst, mæting kl. 16:45, hefjum leik kl. 17:00. Verð kr. 1.000 kr., greiðist á staðnum (ekki posi). Dregið úr skorkortum í lokin. Við spilum holukeppni, 9 holur og mun nefndin raða í holl; vön og óvön saman í liði eftir því sem hægt er.  

Hvernig er holukeppni? Holukeppni er þannig að sá sem klárar holuna á færri höggum vinnur hana. Að þessu sinni höfum við það þannig að í hverju holli eru tvö lið, vön og óvön saman í liði, og gildir samanlagt skor liðsins. Þannig vinnur það lið holuna sem fer samanlagt á lægra skori.