Síðasta árið í framkvæmdum – þetta er að hafast!

Eins og félagar og gestir GA vita hafa á undanförnum árum verið í gangi miklar framkvæmdir á vellinum okkar.  Þær hafa eðliega valdið talsverðu raski og eru margir orðnir langeygir eftir því að þeim ljúki.  Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að árið 2013 er síðasta stóra framvæmdaárið.  Þegar því er lokið tekur við venjubundin umhirða og viðhaldsverkefni eftir því sem aðstæður kalla á hverju sinni.  Hér á eftir fylgir yfirlit yfir helstu framkvæmdir í vor og haust, en rétt er að taka fram að einu framkvæmdirnar sem hafa áhrif á leik - og þá til skamms tíma - eru framkvæmdir við 2. flöt og 5. braut.

Framkvæmdir í vor

Framkvæmd Lýsing
2. hola: Flöt og brautarglompa Þökulagning og frágangur.  Verður gert strax og aðstæður leyfa í vor.  Flöt opnuð undir lok júnímánaðar, sbr. framkvæmdir á 4. flöt í fyrra.  Samhliða þessu verður gerð brautarglompa um 40 m frá flöt.
3. hola: Hvítur og gulur teigur Hvítur og gulur teigur stækkaðir og þaktir.  Markmiðið að þeir þoli betur álag betur.
5. hola: Braut Braut þökulögð þar sem fyllt var upp í lægð.  Sáð í svæði sitthvoru megin við braut.  Þessi framkvæmd mun gera holuna mun skemmtilegri, sérstaklega fyrir kylfinga sem slá um 200m frá gulum teig.
6. hola: Gulur og blár teigur Nýr gulur og blár teigur austan núverandi teigs.  Markmiðið að þeir þoli álag betur .
7. hola: Flöt Ef verulegur vetrarskaði verður á 7. flöt, verður sú flöt endurhönnuð og flutt smávægilega til að fyrirbyggja skaða í framtiðinni.
10. hola: Allir teigar Allir teigar stækkaðir og þaktir með hefðbundnu grasi og gervigrasi að hluta.  Markmiðið að þeir þoli álag betur.
12. hola: Tjörn, hólar og brautarglompur Þakið verður í kringum tjarnir sem gerðar voru í vetur. Einnig verður lokið við brautarglompur og sáð verður í hóla hægra megin við braut.
13. hola: Tjörn og brautarglompur Þakið verður í kringum tjarnir sem gerðar voru í vetur. Einnig verður lokið við brautarglompur.
15. hola: Skurð breytt í læk Gömlum skurði fyrir framan teiga breytt í læk. 
16. hola: Umhverfi flatar og brautarglompur Lokið verður við að lagfæra umhverfi flatar, sem lækkað var niður síðasta haust til að stuðla að því að flötin losaði betur snjó og vatn (og minnka þannig kalhættu).  Einnig verður lokið við brautarglompur vinstra megin við braut.

 

Framkvæmdir í haust

Framkvæmd Lýsing
10. hola: Flöt Mótun, þökulagning og frágangur.  Verður gert strax og aðstæður leyfa í haust.  Flöt verður tilbúin til notkunar vorið 2014.
11. hola: Teigar Gerð verða ný teigasett samhliða gerð nýrrar flatar á 10. holu.
12. hola: Teigur Rauður teigur endurbyggður til að auka álagsþol og bæta aðgengi
15. hola: Teigar Gulur og rauður teigur endurbyggðir til að auka álagsþol


Einnig verður farið í smærri framkvæmdir eftir því aðstæður leyfa.  Áhersla verður lögð á það í vor að loka öllum sárum eins fljótt og kostur er og miðað við reynslu síðustu ára mun það ganga hratt og vel fyrir sig.  Þegar framangreindum framkvæmdum verður lokið verður ekki eftir neinu öðru að bíða en að nýju 5. og 6. brautirnar norðan vallarins verði tilbúnar, en þá verður Jaðarsvöllur komin í sitt framtíðarhorf.