Setning Arctic Open í kvöld

Í kvöld kl.20:00 fer fram setningarathöfn Arctic Open 2020 á Jaðri. Mótið í ár er það 35. sem hefur verið haldið og er mótið í ár eitt það allra glæsilegasta. Drive keppnin verður á sínum stað kl.20:30 ásamt vippkeppni eins og undanfarin ár. 

Teiggjafirnar í ár eru Footjoy jakkar/peysur,  ásamt þurrkuðu nautakjöti frá Kjarnafæði, tíum og buffi.

Völlurinn er hinn glæsilegasti og er því ljóst að kylfingar munu keppa við frábærar aðstæður á Jaðarsvelli í mótinu í ár. 

Rástímar eru frá 13:20-22:30 bæði fimmtudag og föstudag og á laugardagskvöldinu er svo verðlaunaafhending og lokahóf í golfskálanum á Jaðri. Þar mun Guðmundur Benediktsson fara með veislustjórn og norðlenska tríóið Súlur kemur og flytur tónlistaratriði. 

Dagskrá mótsins má nálgast hér

Við viljum þakka okkar góðu samstarfs- og styrktaraðilum sem koma að mótinu kærlega fyrir en þar má helst nefna Air Iceland Connect, Íslenska Ameríska, Isavia,  Norðlenska, Toyota á Íslandi, Kjarnafæði og MS.