Securitas eykur öryggi kylfinga

Steindór Kristinn Ragnarsson frá GA og Jónas Björnsson frá Securitas
Steindór Kristinn Ragnarsson frá GA og Jónas Björnsson frá Securitas

Securitas hefur komið upp myndavél á 10.braut svo kylfingar geti séð fram yfir hæðina og tímasett upphafshögg eftir því.

Myndavélin sýnir 10.braut og er sjónvarpsskjár staðsettur á 10.teig þar sem kylfingar geta fylgst með gangi mála á brautinni.

Við hjá GA erum afar þakklátir Securitas fyrir þessa skemmtilegu viðbót og rausnarlegu gjöf. Þetta eykur öryggi kylfinga til muna þar sem um blint högg er að ræða og er þetta liður í því að gera Jaðarsvöll og upplifun kylfinga á vellinum eins og best verður á kosið.