Samstarfssamningur Edwins Rögnvaldssonar og Golfklúbbs Akureyrar

Undirskrift samnings Eureka Golf & GA
Undirskrift samnings Eureka Golf & GA
Stjórn Golfklúbbs Akureyrar undirritaði í gær samning við Edwin Rögnvaldsson varðandi yfirumsjón með áframhaldandi hönnun á Jaðarsvelli.

 

Í framhaldi af  undirritun uppbyggingarsamnings Golfklúbbs Akureyrar og Akureyrarbæjar var í gær undirritaður samningur við Edwin Rögnvaldsson golfvallarhönnuð um áframhaldandi samstarf um yfirumsjón með hönnun og endurskipulagningu Jaðarsvallar, hönnun á nýjum 9 holu velli og æfingasvæði að Jaðri.  Einnig höfum við fengið til liðs við okkur sérfræðinga til ráðgjafar á meðhöndlun trjágróðurs og skipulagningar á gróðurreitum á vallarsvæðinu. "Það hefur orðið æ mikilvægara í seinni tíð, enda Jaðarsvöllur orðinn afar gróðursæll."