Samstarfssamningar um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open 2007

Undirskrift samninga
Undirskrift samninga

Undirritaðir voru í gær samningar við Landsbanka Ísland og Flugfélags Íslands um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open 2007

Fréttatilkynning:  Samstarfssamningar um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open 21. - 23. júní 2007 
  • Hið einstaka golfmót Arctic Open verður haldið í tuttugasta og fyrsta sinn 21. - 23. júní nk.
 
  • Landsbankinn og Flugfélag Íslands eru helstu samstarfsaðilar Golfklúbbs Akureyrar um markaðssetningu og framkvæmd mótsins.
 
  • Áhugi fyrir mótinu hefur aldrei verið meiri.
 
  • Glæsilegir vinningar frá Golfbúðinni ehf  Hafnarfirði, Nike umboðinu og NTC verslununum.
 
  • Áhersla lögð á að kynna norðlenskar afurðir, m.a. í samstarfi við samtökin Matur úr héraði
 
  • Sú uppbygging sem framundan er á Jaðarvelli mun gerbreyta möguleikum GA
 
  • Nýr vefur um mótið
 Arctic Open golfmótið verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 21. - 23. júní nk. Arctic Open er alþjóðlegt golfmót sem hefur verið haldið frá árinu 1986 og hafa um þrjú þúsund innlendir og erlendir gestir látið drauminn rætast og tekið þátt í mótinu. Keppendur eru sammála um að það sé einstök upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heimskautsbaugi. Stemmningin á þessari golfhátíð sé engri lík. Landsbankinn og Flugfélag Íslands eru aðal samstarfsaðilar G.A. um framkvæmd mótsins og munu fyrirtækin bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum til mótsins.  Einnig koma þau að markaðssetningu mótsins sem gerir mögulegt að kynna það vel og gera það veglegt og áhugavert í alla staði. 160 – 170 þátttakendur munu taka þátt í mótinu en nú þegar hafa yfir 200 skráð sig til leiks þannig að ljóst er að færri komast að en vilja.  Aðstandendur mótsins telja því nauðsynlegt að leita leiða til að útfæra mótið þannig í framtíðinni að hægt verði að taka við fleiri þátttakendum en nú er.  Væntanlega verða því gerðar breytingar á mótinu á næsta ári sem miða að því.  Vegleg verðlaun verða á mótinu frá Golfbúðinni ehf. Hafnarfirði, Nike umboðinu og NTC verslununum auk þess sem allir þátttakendur fá sérstaka þátttökugjöf sem að þessu sinni er glæsileg Nike taska. Mótið hefst á fimmtudegi með glæsilegri setningarathöfn þar sem boðið verður upp á hlaðborð með norðlenskum veitingum.  Sérstök áhersla verður lögð á að kynna afurðir frá Eyjafjarðarsvæðinu í samstarfi við samtökin Mat úr héraði. Fyrsti ráshópur verður ræstur kl. 16 á fimmtudag og verða þá leiknar 18 holur og frá kl. 16 á föstudag verða leiknar aðrar 18 holur fram á rauða nótt. Leikið er eftir Stableford punktakerfi með og án forgjafar auk þess sem verðlaun eru veitt fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar. Samhliða leik er spiluð liðakeppni. Fjórir eru saman í liði og valið er í liðin af handahófi. Á laugardagskvöld er loks slegið upp veislu í lokahófi þar sem verðlaunin eru afhent og boðið upp á skemmtiatriði. Í lokahófinu er boðið upp á veislumat sem unninn er úr hráefnum frá sjávarútvegs- og matvælafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu. Jaðarsvöllur kemur mjög vel undan vetri og stefnir í að hann verði orðinn mjög góður þegar Arctic Open fer fram.  Þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í undanfarin ár eru nú að skila vellinum í betra ástandi að vori. Ljóst er að sú gríðarlega uppbygging sem framundan er mun gerbreyta vellinum og þeim möguleikum sem Golfklúbburinn hefur til markaðssetningar á Arctic open mótinu og öðrum uppákomum sem hingað laða ferðamenn víðsvegar að úr heiminum. Nýr vefur um mótið, www.arcticopen.is hefur verið opnaður þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um mótið og fylgjast með fréttum af því.  Upplýsingar um Arctic Open veita Jón Birgir Guðmundsson í síma 844 2385 ogG. Ómar Pétursson í síma 860 6700.Nánari upplýsingar einnig á www.arcticopen.is