Samstarfssamningar um Arctic Open

Undirritaðir hafa verið samstarfssamningar við Landsbankann og Flugfélag Íslands um framkvæmd Arctic Open í ár og munu fyrirtækin bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum til mótsins.  Einnig koma þau að markaðssetningu mótsins sem gerir mögulegt að kynna það vel og gera það veglegt og áhugavert í alla staði. Á myndinni eru G. Ómar Pétursson og Jón Birgir Guðmundsson frá Arctic Open nefndinni, Birgir Svavarsson frá Landsbankanum og Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands.