Samstarf við Byko

Nú á dögunum var skrifaður samstarfssamningur milli Golfkúbbs Akureyrar og Byko.  Samningurinn var undirritaður af Steindóri Ragnarsyni fyrir hönd GA og Hauki Má Hergeirssyni fyrir hönd Byko og fór það vel fram. Það er gífurlega mikilvægt fyrir klúbbinn að vera í samstarfi við öflug fyrirtæki líkt og Byko og er þessi samningur því mikið gleðiefni fyrir klúbbinn.