Samstarf milli GA og Kjarnafæði

Kjarnafæði
Kjarnafæði

Skrifað var undir samstarfssamning milli Golfklúbbs Akureyrar og Kjarnafæði nú á dögunum. Kjarnafæði hafa stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í klúbbnum gríðarlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.

Mótahald er að fara á fullt og þegar kemur að veitingum og snarli eru Kjarnafæði einna fremstir í flokki. Þeir hafa aðsoðað okkur með veitingarnar og margt fleira síðustu árin og eru það því miklar gleðifréttir að skrifað hafi verið undir áframhaldandi samning.

Við þökkum Kjarnafæði fyrir samstarfið síðustu ár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.