Samstarf GA og Kjarnafæði

Golfklúbbur Akureyrar hefur skrifað undir samstarfssamning við Kjarnafæði fyrir golfsumarið. Steindór Ragnarsson skrifaði undir fyrir hönd golfklúbbsins, og Ólafur Már Þórisson fyrir hönd Kjarnafæðis. Gaman er að sjá þann mikla stuðning sem við erum að fá á þessum dögum, og erum við hjá klúbbnum einstaklega þakklát fyrir hann.