Samstarf GA og Íslandsbanka endurnýjað

Golfklúbbur Akureyar og Íslandsbanki skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning nú á dögunum. Það voru þeir Steindór Kristinn framkvæmdarstjóri GA og Jón Birgir útibússtjóri hjá Íslandsbanka sem skrifuðu undir samninginn. Íslandsbanki hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu ár og erum við mjög þakklát fyrir samstarfið og hlökkum til áframhaldsins.