Samráðsfundur GSÍ

Samráðsfundur GSÍ með golfklúbbum á norðurlandi

Golfsamband Íslands hefur farið um landið með fundaherferð og komu þeir til Akureyrar núna í síðustu viku.

Samráðsfundur þessi var fyrir alla stjórnar-, nefndar- og starfsmenn golfklúbba hér á norðurlandi.

Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ hélt framsögu um rekstur og innra starf golfklúbba, Hörður Geirsson alþjóðadómari fór yfir mótahald, golf - og staðarreglur, Theódór Kristjánsson ræddi um afreksstarf klúbbanna og Golfsambandsins. Arnar Geirsson fór yfir nýtt viðmót á vefnum www.golf.is

Almennar umræður voru á eftir hverjum lið.

Góð þátttaka var frá GA og klúbbunum hér á norðurlandi