Sameiginlegur fundur allra nefnda

Sameiginlegur fundur allra nefnda GA

var haldinn með stjórn á laugardaginn og mættu fulltrúar úr allflestum nefndum klúbbsins og fór formaður yfir þau helstu mál sem verið er að vinna að um þessar mundir og hvað væri framundan hjá klúbbnum í starfi og leik á næstu misserum. Einnig kom hann inn á það að ekki væri sjálfgefið að fá fólk til sjálfboðaliðastarfa og þakkaði hann nefndarmönnum fyrir þeirra framlag.