Ryder CUP GA 2012

Púttmótaröð – Undankeppni fyrir Ryder keppni karla og kvenna

Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár

Nú er komið að því að keppa í Rydernum eins og allar muna þá var þetta hin mesta skemmtun og mikil spenna um það hverjir kæmust í liðið J 

Púttmótaröð – Undankeppni fyrir Ryder keppni karla og kvenna sem sló í gegn 2009 og 2010.

8  móta púttmótaröð er nú að fara af stað í Golfhöllinni undir stjórn Ólafs Gylfasonar og Höllu Sifjar mótin verða á viku og tveggja vikna fresti og telja 6 bestu.

Fyrsta mótið fyrir konur þriðjudaginn 17. janúar,  og fyrir karla fimmtudaginn 19. janúar. Þetta er félögum í GA að kostnaðarlausu.  

Þessu verður skipt í karla – og kvennakvöld. Konur eru á þriðjudögum 18.00 – 20.00 og karlar á fimmtudögum 18.00 – 20.00 

Konur eftirtaldir þriðjudagar eru fráteknir 17.jan, 24.jan, 31. jan, 14.febr, 21.febr, 28.febr, 13.mars og  20.mars (6 bestu telja)

Karlar eftirtaldir fimmtudagar eru fráteknir 19.jan, 26.jan, 2.febr, 16.febr, 23.febr, 1.mars, 15.mars og 22. mars (6 bestu telja)

RYDER KEPPNIN Í lok mótaraðar verður úrslitakeppni og fer hún fram fimmtudaginn 29. mars . Þar taka þátt 12 efstu í karla- og kvennaflokki. Keppt verður í tvímenningi og fjórmenningi - "RYDER CUP" GA.