Kæru GA félagar
Rekstur ársins gekk vel, mikil ásókn var í rástíma og GA félögum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári. Í sumar voru 31.744 hringir spilaðir af GA félögum sem er rúmlega 7.000 fleiri hringir en í fyrra hjá þeim. Alls voru spilaðir 37.829 hringir á Jaðarsvelli sem er það mesta frá upphafi.
Mótahald ársins gekk mjög vel og eru þau mörg hver ótrúlega eftirsótt og þar ber helst að nefna Arctic Open, Höldur Open og Hjóna- og parakeppnina.
Tekjur námu 355 m.kr. samanborið við 265 m.kr árið áður sem er 34% hækkun á heildartekjum. Rekstrargjöld voru alls 303 m.kr. samanborið við 244 m.kr. árið áður en þau hækkuðu um 24%.
Ebitda af rekstri var 79,7 m.kr. eða hækkun upp á 49%. Hagnaður af rekstri GA eftir fjármagnsliði er því 35 m.kr.
„Reksturinn gekk vel á árinu og hefur aldrei verið jafn mikil fjölgun á meðlimum. Völlurinn var í frábæru ástandi í sumar og enn eitt metárið í spiluðum hringjum."
„Það er ótrúlega gaman að sjá hversu miklu lífi breytt og bætt aðstaða hefur glætt starfið hjá GA. Inniaðstöðunni hefur verið tekið ótrúlega vel og mikil ánægja með. Það er afar gaman að sjá hversu vel hún hefur tekist. Í vor var svo sett upp Trackman Range á æfingasvæðinu og það jók einnig notkunina mikið, tilkoma skjánna í hvern bás eykur upplifunina og gerir æfinguna tilkomumeiri."
„Það er einnig mikilvægt að minnast á að með svona vexti þarf virkilega öflugt starfslið, stjórn og sjálfboðaliða. GA er afar heppið og stollt af sínu fólki og ekki síður sínum frábæru félagsmönnum. Það er áberandi hversu góðu lífi þessi aðstaða hefur hleypt í félagsandann.“
Árið gekk mjög vel rekstrarlega og niðurstaðan vel umfram áætlanir. Framkvæmdir á byggingunni hafa gengið vel og eru langt komnar. Golfbúðinni hefur verið tekið vel og mikil ánægja með aukin umsvif þar.
Áfram mun bættur rekstur skila sér í bættri þjónustu við félagsmenn, aukinni umhirðu og framkvæmda sem og vélakaupum. Starfsemi GA heldur því áfram að vaxa og dafna vel." - Steindór Kristinn Ragnarsson framkvæmdastjóri GA
Við minnum GA félaga á aðalfund okkar sem verður haldinn í Golfskálanum á Jaðri miðvikudaginn 10.des kl 20:00
Fundurinn verður pappírslaus og hvetjum við fundargesti til að kynna sér gögnin hér:
Ársreikningur 2025
Skýrsla stjórnar 2025