Reglunámskeið 50+ á mánudagskvöldið næsta

Öldunganefnd GA stendur fyrir reglunámskeiði á Jaðri mánudaginn 8. júlí kl.20:00.

Tryggvi Jóhannsson dómari kemur og fer yfir helstu reglur golfiðkunar og þær reglubreytingar sem hafa átt stað á undanförnum mánuðum.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir kylfinga 50 ára og eldri til að koma og læra um leikinn og rifja upp fyrri kunnáttu.