Meistaramótið hafið og rástímar fyrir dag 2

Meistaramót GA er hafið og allir kylfingar hafa lokið sínum fyrsta hring. Mikil spenna ríkir í langflestum flokkum og stefnir því allt í skemmtilegt meistaramót.

 

Rástímarnir fyrir annan daginn hafa verið birtir á golf.is og er flokkunum raðað eins upp og fyrsta daginn. Innbyrðis skor fer svo eftir því hvernig raðað er í hollin innan hvers flokks. 

 

 

Besta skor dagsins átti Eyþór Hrafnar Ketilsson, en hann kom í hús á 73 höggum, 2 yfir pari vallarins. Eyþór leiðir því meistaraflokkinn en næstu menn eru þó ekki langt á eftir. 

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi rástímana má hafa samband við skrifstofuna í síma 462-2974