Rástímar klárir fyrir lokahring Meistaramóts

Rástímar hafa verið birtir á golf.is fyrir fjórða og síðasta hring Meistaramótsins. Athuga skal að sumir flokkar leika aðeins 3 hringi svo uppröðunin er aðeins breytt frá fyrri dögum.

Í dag var veðrið nokkuð betra en í gær og komu inn mörg góð skor þar sem helst ber að nefna hann Tuma Kúld sem spilaði á pari vallarins af öftustu teigum. Gífurleg spenna er í meistaraflokki karla en aðeins eitt högg skilur að efstu þrjá menn svo gaman verður að fylgjast með þeim á morgun!