Rástímar fyrir fyrsta dag í Akureyrarmótinu klárir

Þá eru rástímar fyrir fyrsta dag í Akureyrarmótinu klárir en þá er hægt að nálgast hér.

Við biðjum kylfinga um að mæta tímanlega fyrir rástímann sinn og greiða mótsgjald í golfbúð GA fyrir hring.

Þá fengu allir kylfingar sendan hlekk fyrir skorskráningu í tölvupósti en í mótinu í ár munum við notast við live score skráningu keppenda og er nóg að einn úr hverjum ráshópi sjái um skorskráningu fyrir sinn ráshóp. Hægt verður að fá skorkort við ræsingu ef enginn kylfingur í ráshópnum treystir sér til að halda utan um skorið í símanum.