Rástímar fyrir dag 3

Rástímarnir hafa verið birtir fyrir 3. dag Meistaramótsins, og má nálgast þá á golf.is. Flokkarnir eru ennþá á sömu tímum en innbyrðis staða þeirra ræður því hvernig hollin eru. 

 

Veðrið lék kannski ekki við kylfingana okkar í dag en þrátt fyrir það komu nokkur ágætis skor í hús. Tumi Kúld átti besta hring dagsins, en hann spilaði á 73 höggum og með því kom Tumi sér nær forustumönnum meistaraflokksins, eftir slæman hring í gær.