Rástímar fyrir dag 2 í Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA

Þá eru rástímar fyrir Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA dag tvö klárir og er hægt að nálgast þá á golf.is

Til þess er farið í mótaskrá - hjóna- og paramót Golfskálans og GA valið - farið í rástímar og valið hring 2.

Við hefjum leik á slaginu 7:00 í fyrramálið í rjómablíðu og hlökkum til að taka á móti kylfingunum með kakótjöldum, soðnu brauði og vel völdum drykkjum í tjöldum sem verða staðsett út á velli.

Allir í sumargallana - það verður hiti á vellinum á morgun!