Rástímar á Arctic Open

Með brakandi sól og bros á vör byrjum við Arctic Open veisluna í kvöld, miðvikudag. Frábær veðurspá er fyrir allt mótið og vonum við auðvitað að hún rætist, þannig kylfingarnir fái að upplifa miðnætursólina fallegu hér á vellinum. 

 

Rástímar fyrir fyrsta hringinn, sem spilaður er fimmtudaginn 21. júní, hafa nú verið settir á netið og er hægt að nálgast þá á golf.is. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi rástímana má heyra í Jóni Heiðari í síma 8238750, eða senda póst á steindor@gagolf.is.