Rástímabókun á Jaðarsvelli breytist mánudaginn 4. september

Athugið kæru GA félagar og aðrir,

Þar sem það er farið að dimma snemma á kvöldin ætlum við að breyta bókunarkerfinu okkar á rástímum frá og með mánudeginum 4. september til þess að koma til móts við okkar félagsmenn og aðra svo að sem flestir komist í golf seinni partinn eftir vinnu. 

Nú verður hægt að bóka sig á 9 holur á vellinum, allan daginn eða frá 7:00-19:50. Athugið að breytingin frá því undanfarin ár er sú að nú þarf alltaf að bóka sig á báða vellina ef fólk vill spila 18 holur. 
Dagarnir/rástímaskráning verða því settir svona upp:
Jaðar fyrri 9. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig (Jaðar seinni 9 (10-18)) til þess að spila seinni 9.
Jaðar seinni 9 - hægt verður að spila einungis holur 10-18 eða byrja þar og bóka sig svo á fyrri 9 seinna um daginn. 

Við vonumst eftir því að GA félagar hafi nú meira tækifæri til að spila golf eftir vinnu og að þetta eigi eftir að koma vel út. 
Athugið að breytingin tekur gildi mánudaginn 4.september, hægt verður að bóka sig fyrir mánudaginn strax á morgun, fimmtudag.