Ræst út frá kl 07:00 á laugardegi í Meistaramóti

Við viljum minna keppendur í Meistaramóti GA á að ræst verður út frá kl 07:00 á laugardeginum. Þar sem að húsið þarf að loka fyrr en venjulega um kvöldið byrjum við að ræsa fyrr svo að allir hafi nú smá tíma til að koma sér í sparifötin fyrir veisluna. 

Við biðjum alla keppendur vinsamlegast að láta næsta mann vita af þessu svo að þetta fari nú ekki framhjá neinum. Annars óskum við öllum keppendum góðs gengis í Meistaramótinu!