Púttmótaröð unglingaráðs

Hefst sunnudaginn 15. janúar - keppt í tveim flokkum

Eins og undanfarin ár (nema í fyrra) þá höfum við verið með mjög skemmtilega púttmótaroð í inniaðstöðunni og hefur innkoman farið til að efla unglingastarfið í klúbbnum á einn eða annan hátt. Mjög góð þátttaka hefur verið í þessum mótum og mikil stemming skapast um það hver verður stigahæstur – keppt er í tveim flokkum 18 ára og yngri og 19 ára og eldri. 6 bestu af 8 mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki.  Fyrsta mótið er núna á sunnudaginn – Opið er frá kl. 10.00 – keppni hefst kl. 11.00 – 14.00, lengur ef þurfa þykir. 

Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.