Púttmótaröð unglinga GA

Verðlaunahafar ásamt kennara sínum David Barnwell
Verðlaunahafar ásamt kennara sínum David Barnwell
Verðlaunaafhending í púttmótaröð unglinga GA

Í vetur var keppt í flokki 12 ára og yngri samhliða flokki fullorðinna og var mikil spenna til lokamóts og munaði einungis einu pútti á 1. og 2. sæti.

Stefán Einar Sigmundsson sigraði á 210 púttum, Þröstur Ákason varð annar með 211 pútt og þriðji var Gylfi Kristjánsson með 218 pútt. Eins og flokki fullorðinna þá töldu 6 mót af 10. Allir fengu glæsilega bikara sem gefnir voru af Icefox verktökum. Ennfremur voru veitt verðlaun eftir hvert mót og voru það Greifinn og Emmessís sem gáfu verðlaunin og vill Unglingaráð GA þakka þeim veittan stuðning.