Púttmótaröð til styrktar unglingastarfi GA að hefjast

Fyrsta mótið á sunnudaginn 17. janúar. 

PÚTTMÓTARÖÐ UNGLINGARÁÐS GA 

hefst sunnudaginn 17. janúar 2010 í Golfbæ 

Keppt verður í 2 flokkum 18 ára og yngri

Eldri en 18 ára 

Mótaröðin fer fram 10 næstu sunnudaga kl. 10 – 16 og telja 6 bestu mót hvers keppanda. Hver keppandi spilar 2 hringi hverju sinni og gildir betra skor. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir eldri en 18 ára en frítt er fyrir þá sem yngri eru. Verðlaun verða veitt fyrir efsta sætið í hvorum flokki. 

Allur ágóði rennur til styrktar starfi Unglingaráðs GA