Púttmótaröð GA unglinga og lukkuleikurinn

Undanfarna 5 sunnudaga hafa unglingar GA staðið fyrir púttmótaröð til styrktar æfingarferð sem þeir eru að fara í, í byrjun apríl. Síðasta mótið verður næstkomandi sunnudag kl. 11-16. 


Klukkan 16 verða verðlaun veitt fyrir hvert stakt mót ásamt því að 4 bestu mótin (af 6) telja saman til lokaverðlauna. Á sama tíma verður dregið úr lukkuleiknum. Því er enn tími til að taka þátt í lukkuleiknum en kassinn er í Golfhöllinni.

Listi með vinningshöfum verður settur inn á Facebook síðu GA og á töfluna í golfhöllinni.

Boðið verður upp á vöfflur og kaffi á kr. 500.-