Púttmótaröð GA

Púttmótaröð GA í vetur:

Í vetur munum við standa fyrir skemmtilegri púttmótaröð inní Golhöll.
Mótaröðin er til styrktar æfingaferðar barna- og unglingaflokka GA til Portúgal í vor. 

REGLUR:

  • Púttmótaröðin hefst mánudaginn 9. nóvember og lýkur 27. sunnudaginn 27. Mars, alls 20 vikur
  • Besti hringur leikmanns telur í hverri viku og telja 10 bestu hringirnir af 20 mögulegum.
  • Á mánudagsmorgni setur Sturla golfkennari upp púttvöllinn fyrir vikuna, sem verður þá að haldast alveg óbreyttur fram á sunnudagskvöld.  Leikmenn geta því spilað sinn hring á hvaða degi/tíma sem er í vikunni
  • Einn 18 holu hringur kostar 1.000 kr. Tveir 18 holu hringir kosta 1.500 kr og gildir þá betra skorið af hringjunum tveim. Hægt er að spila hringina tvo á mismunandi dögum.
  • Skila skal útfylltu skorkorti með nafni leikmanns, dagsetningu, undirskrift leikmanns og ritara ásamt greiðslunni í umslagi inná skrifstofu (renna því undir hurðina á skrifstofunni, sé hún lokuð)
  • Keppt er í 3 flokkum: unglingaflokki (20 ára og yngri), fullorðins flokki (21-66 ára) og öldungaflokki (67 ára og eldri)
  • Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í heildarkeppninni vetrarins, í hverjum flokki

 
Tökum öll þátt í skemmtilegri mótaröð í vetur
og styrkjum þannig unglingana okkar í leiðinni!

Með kveðju, Unglinganefnd GA