Púttmótaröð GA

Golfbær - Golfhermir - Boginn

Golfhermir

Höfum opnað Golfherminn í GolfbæTímapantanir hjá Hauk í síma 462 3846  Opið er frá kl. 12.00 alla virka daga og frá kl. 10.00 um helgar 

Púttmót – kennsla í Golfbæ

10 móta púttmótaröð er nú að fara á stað í Golfbæ undir stjórn David Barnwell.3 mót verða fyrir jól og 7 eftir jól – mótin verða á tveggja vikna fresti (nema tvö fyrstu með viku millibili hjá körlum) og telja 6 bestu. Fyrsta mótið fyrir konur 19. nóvember,  og fyrir karla 27. nóvember. Þetta er félögum í GA að kostnaðarlausu.  Boðið verður upp á kaffi – meðlæti til sölu.  

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti í hverju móti – sem er tími í golfherminn. Einnig verðlaun í lok mótaraðar þegar líður að páskum. 

Öll þessi kvöld mun David vera á staðnum og sýna okkur einhver grunn- /tæknileg atriði í golfinu og/eða fara yfir golfreglur. Þessu verður skipt í karla – og kvennakvöld Konur eru á miðvikudögum 19.30 – 21.30 og karlar á fimmtudögum 19.00 – 21.00 

Konur eftirtaldir miðvikudagar eru fráteknir fyrir jól:19. nóv, 3. des og 17. desEftir áramót: 7. jan, 21. jan, 4. febr, 18. febr, 4. mars, 18. mars og 10. mótið er svo 1. apríl 

Karlar eftirtaldir fimmtudagar eru fráteknir fyrir jól:27. nóv, 4. des og 18. desEftir áramót: 8. jan, 22. jan,5. febr, 19.febr, 5. mars, 19.mars og síðasta karlamótið er svo 2. apríl. 

Boginn

Allir kylfingar eru velkomnir í opinn tíma í Boganum á fimmtudagskvöldum kl. 21.00 – 22.00 (ekki tími núna 20. nóv. vegna Aðalfundar GA)Þessir tímar eru félögum í GA að kostnaðarlausu.