Púttmótaröð fyrir 20 ára og yngri

Við ætlum að fara af stað með púttmótaröð fyrir félaga í GA sem eru 20 ára og yngri.

Mótin fara fram næstu sex föstudaga og það verða spilaðir 2 hringir á hverju kvöldi, samtals 12 hringir.  Það telja sex bestu hringingirnir.

Að þessum sex mótum loknum þá komast átta bestu skorin áfram í holukeppni sem verður spiluð föstudaginn 30. janúar.

Hægt verður að spila næstu sex föstudaga á milli 18:00 - 21:00

Vonandi mæta sem flestir og taka þátt :)