Púttmótaröð barna- og unglingastarfs GA

Barna- og unglinganefnd GA stendur fyrir sinni árlegu púttmótaröð núna í mars. Spilað verður öll miðvikudagskvöld í mars, 5 skipti, á milli 19-21 í Golfhöllinni. 

Leikfyrirkomulag er Texas Scramble, 2x18 holur og báðir hringir telja. 

3 af 5 bestu mótunum telja til sigurs og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í opnum flokki.

1.000kr kostar fyrir parið í hvert mót og rennur allur ágóði til barna- og unglingastarfs GA. Hægt verður að millifæra eða greiða á staðnum.

Hvetjum sem flesta til að mæta í Golfhöllinni og taka þátt og styrkja í leiðinni okkar frábæra barna- og unglingastarf.